GRILLMARKAÐURINN

GRILLMARKAÐURINN

Grillmarkaðurinn er nýr og ferskur veitingarstaður með áherslu á íslenska matargerð og stíl. Við munum leitast við að nota hráefni beint frá bændum landsins svo að hráefnið verður tipp topp hverju sinni.

Útlit staðarins samanstendur af íslenskri náttúru. Þar mun samspil hrauns, mosa, fiskiroðs og stuðlabergs vera áberandi í kósý umhverfi þar sem öllum líður vel. Léttleikandi og afslappað andrúmsloft er lýsandi fyrir staðinn og stillum við því verðinu í hóf og bjóðum alla velkomna.